Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hér Vestra er lítið talað um annað en hvort Obama eða Clinton hljóti útnefningu Demókrataflokksins. En hvernig ætli utanríkisstefna þeirra verði ef annað hvort þeirra verður kosin sem forseti Bandaríkjanna? Kjósendur Demókrataflokksins hafa á undanförnu kvartað undan því að utanríkistefna þeirra Clinton og Obama sé yfirhöfuð mjög svipuð. Það er hins vegar nokkrir þættir sem skilja þar á milli, og að mínu mati skipta þessir þættir gríðarlega miklu máli varðandi framtíðarákvarðanir þeirra í utanríkismálum. Annað atriði sem skiptir líka miklu máli er hvaða ráðgjafa Obama og Clinton kjósa að hafa í kringum sig til að aðstoða við að taka ákvarðanir í utanríkismálum. Ráðgjafar forseta í utanríkismálum hafa mikil áhrif á þær ákvarðanir sem forsetar taka. Til dæmis höfðu ráðgjafar eins og Donald Rumsfeld, Paul Wolfowitz og Richard Perle mikil áhrif á ákvörðun Bush um að ráðast inní Írak á sínum tíma.
Utanríkisráðgjafar Hillary Clinton koma flestir úr forsetatíð Bill Clinton og má þar nefna fyrrum utanríkisráðherra Madeleine Albright og fyrrum National Security Adviser Sandy Berger. Sá einstaklingur sem líklega mun hafa mest áhrif á ákvarðanir Clinton í utanríkismálum, og sem er einnig líklegasti einstaklingurinn til að verða næsti utanríkisráðherra (ef Clinton vinnur), er maður sem heitir Richard Holbrooke. Richard Holbrooke var fulltrúi Bandaríkjanna í Sameinuðu Þjóðunum í valdatíð Bill Clinton.
Utanríkisráðgjafar Obama eru flestir töluvert yngri en ráðgjafar Clinton, en hafa samt sem áður náð töluverðum frama í utanríkismálum, má þar nefna fyrrum national security advisors Zbigniew Brzezinski og Anthony Lake og fyrrum yfirmann sjóhers bandaríkjamanna Richard Danzig.
Stærsti munurinn á milli forsetaframbjóðendanna tveggja og þeirra ráðgjafa, er afstaða þeirra gagnvart stríðinu í Írak. Stuðningsmenn og ráðgjafar Obama hafa bent á þá staðreynd að Obama var á móti árásinni í Írak frá byrjun meðan að Clinton var fylgjandi. Obama gagnrýndi opinskátt Bush og utanríkisstefnu hans og varaði við því að árás á Írak myndi aðeins leiða af sér aukningu á hryðjuverkum í heiminum, óstöðuleika í Mið Austurlöndum sem og verri stöðu Bandaríkjanna í alþjóðamálum.
Clinton hins vegar studdi árásina og endurtók aðeins staðhæfingar Bush um að Bandaríkjunum stæði yfirvofandi ógn af Saddam Hussein.
Þó svo að framtíðarákvarðanir þeirra skipta í raun meira máli en hvort þau studdu eða voru á móti ákvörðuninni að ráðast á Írak, segir það samt sem áður mikið um hugsanlegar framtíðar ákvarðanir þeirra og um afstöðu þeirra gagnvart alþjóðalögum, samvinnu við aðrar þjóðir, notkun á upplýsingum og notkun á herafla. Í þessu samhengi er vert að benda á það að utanríkisráðgjafar Clinton voru nær allir fylgjandi ákvörðuninni að ráðast á Írak, meðan að utanríkisráðgjafar Obama voru nær allir á móti.
Það virðist því að Hillary Clinton og ráðgjafar hennar munu vera mun líklegri til þess að hunsa alþjóðalög, samvinnu við aðrar þjóðir og að notast við "pre-epmtive" aðgerðir í alþjóðamálum. Að sama skapi bendir allt til þess að Obama muni taka sér lengri tíma til þess að vega og meta ólíka valmöguleika, að hann muni hafa meiri samvinnu við aðrar þjóðir til þess að viðhalda stöðuleika og frið í alþjóðakerfinu og að notast við herafla aðeins þegar allir aðrir valkostir hafa verið skoðaðir til þrautar.
Hvernig svo sem þessar kosningar fara, þá er það samt sem áður ljóst og hvorki Clinton né Obama geta staðið við loforð sín um að draga herlið Bandríkjanna úr Írak á næstu mánuðum. Obama hefur haldið því fram að hann ætli sér að draga allt herlið Bandaríkjanna úr Írak á næstu 16 mánuðum. Clinton hefur haldið því fram að hún muni byrja að draga herlið Bandaríkjanna úr Írak strax eftir 60 daga frá því að hún tekur við forsetaembættinu. Að mínu mati myndi of snemmt brotthvarf Bandaríkjanna úr Írak leiða til borgarastríðs og mikil mannfalls meðal Íraka, jafnt Súnní, Shía og Kúrda. Ég tel því að eftir að næsti forseti Bandaríkjamanna tekur við embættinu þá verður hann að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Írökum, og halda herafla sínum þar þangað til að Írakar geta tekið við öryggismálum sínum sjálfir. Þetta á enn eftir að taka nokkur ár, og verða Bandaríkjamenn að standa vörðinn, hugsanlega með hjálp NATO og annarra vestrænna ríkja, þangað til.
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2008 | 17:00 (breytt 24.4.2008 kl. 05:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, hélt fyrirlestur í Háskólabíó fyrir skemmstu um áhrif hlýnun jarðar. Ég sá myndina "Inconvenient Truth" (sem glærusýning hans er enn byggð á) fyrir nokkrum árum, ásamt því að hafa sótt fyrirlestur þar sem hann tók við David Attenborough verðlaununum þegar ég var við nám í Santa Barbara háskólanum í Kaliforníufylki. Það sem margir gera sér hins vegar ekki grein fyrir, er að á síðasta ári féll dómur í Bretlandi þar sem bent var á að ýmis atriði í mynd Gore væru ekki studd af alþjóðasamfélagi vísindamanna. Ástæðan fyrir dómnum var sú, að breskir grunnskólar vildu nota myndina sem hluta af námsskrá sinni. Dómarinn Burton, úrskurðaði að þeir skólar sem vildu sýna myndina, yrðu einnig að notast við bækling sem sýndi fram á að aðrar hugsanlegar skýringar gætu legið á bak við hlýnun jarðar en þær sem Gore tilgreinir, og að kennarar yrðu að benda nemendum sínum á þá þætti myndarinnar sem ekki áttu við rök að styðjast. Það voru alls 9 atriði í myndinni sem annað hvort áttu ekki við rök að styðjast eða eru ekki samþykkt af meirihluta vísindamanna.
Þessir 9 atriði eru:
1. Gore staðhæfir að hækkun sjávarmáls um allt að 6 metra gæti gerst í náinni framtíð vegna þeirrar hröðunar sem hefur átt sér stað á undanförnum árum vegna bráðnunar jökla. Staðreyndin er hins vegar sú, að í versta falli (ef ekkert yrði að gert) þá myndi hækkun sjávarmáls um 6 metra gerast í fyrsta lagi á næstu öld.
2. Gore bendir á í ræðu sinnu að allur snjór sé nær farinn af toppi Kilimanjaro og telur að það séu skýr merki um afleiðingar af hlýnun jarðar. Þessi staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast þar sem meirihluti vísindamanna eru ekki sammála Gore um að svo sé, og telja þeir að líklegri skýring sé snjórinn sé farinn vegna þess að regnmagnið á Kilimanjaro fjallinu hefur minnkað mikið.
3. Al Gore segir í myndinni að á undanförnum árum hafa vísindamenn í auknu mæli tekið eftir því að ísbirnir hafi verið að drukkna útá hafsjó (jafnvel eftir að hafa synt 100km í leit að ísjökum) og tengir það hlýnun jarðar. Dómarinn komst hins vegar að því að samkvæmt vísindamönnum beggja vegna umræðunnar þá hafa aðeins fundist 4 ísbirnir sem hafa drukknað og í öllum þeim tilfellum var talið að þeir hafi drukknað eftir að hafa lent í stormi.
4. Al Gore heldur því fram að eyja klasar í Kyrrahafinu hafi sokkið vegna hækkunar sjávarmáls, en engar staðreyndir eru til sem sýna fram á tengsl þar á milli.
5. Gore heldur því fram að ef ekkert verður gert til að sporna við hlýnun jarðar þá mun Golf straumurinn hætta að streyma til Atlandshafsins. Þessi staðhæfing er í beinni andstöðu við niðurstöður milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem telur að það sé afar ólíklegt að það geti gerst.
6. Al Gore heldur því einnig fram að það sé bein tenging á milli hvirfilbylsins Katrínu og hlýnun jarðar, en engar sannanir eru til staðar um tengsl þar á milli.
7. Þornun Tsjad vatnsins (sem skiptist á milli landanna Tsjad, Kamerún, Níger og Nígeríu) telur Al Gore að um sé að kenna hlýnun jarðar en líklegra er að aðrir þættir svo sem ofnotkun vatnsauðlinda í Tsjad vatninu vegna aukins mannfjölda, auk staðbundinna breytinga sé frekar um að kenna.
8. Breytingar á kóral rifum (coral bleaching) telur Gore að um sé að kenna hlýnun jarðar, en engar staðreyndir hafa komið fram um bein tengsl þar á milli.
9. Dómarinn efaðist einnig um notkun Gore á grafi, sem spannaði 650.000 ár, sem sýndi fram á fylgni milli hækkandi hitastigs jarðar og aukins magns koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu.
Dómarinn var hins vegar sammála Gore um meginatriði myndar hans, þ.e að breytingar í loftslagi jarðar væru aðallega vegna áhrifa mannsins á umhverfi sitt og þá sér í lagi vegna aukins útblásturs koldíoxíðs (CO2), metans gas og nitró gas (sem eru helstu orsakavaldar gróðurhúsaloftegunda). Dómarinn sagði einnig að öll gögn virtust benda til þess að hitastig jarðar væri að aukast, og væru allar líkur væru á því að hitastigið jarðar myndi aukast enn meir á næstu árum ef ekkert yrði að gert.
Að lokum langar mig að koma því fram að persónulega tel ég að við höfum áhrif á umhverfi okkar (í hversu miklu mæli er ég hins vegar ekki viss um). Frá árinu 1950 til dagsins í dag hefur fólksfjölgun heimsins farið frá því að vera um 2.5 milljarðar manna í að vera um 6.6 milljarðar manna. Á einungis 60 árum hefur mannkyninu því fjölgað um nær þrefalt og finnst mér erfitt að trúa því að þessi gífurlega aukning (og samhliða aukning á notkun orkugjafa) komi ekki til með að hafa einhver áhrif á umhverfi okkar. Því fyrr sem við tökum höndum saman til þess að lágmarka losun CO2 í andrúmsloftið, því betra verður fyrir næstu kynslóðir af taka við þeirri arfleifð sem við skiljum við.
Hægt er að nálgast frekari umfjöllun um málið á vef Times Online og BBC
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2008 | 03:38 (breytt kl. 08:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stjórnmál og samfélag | 6.4.2008 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las nokkuð áhugaverða grein í The Economist um daginn þar sem því er haldið fram að íhaldssamir einstaklingar (í Bandaríkjunum) eru yfir höfuð ánægðari með lífið en frjálslyndir. Greinin byggir frásögn sína á nýlegri bók eftir Arthur Brooks (sem er hagfræðingur frá Syracuse háskólanum í New York fylki) sem heitir "Gross National Happiness". Bók Brooks byggir á umfangsmiklum rannsóknum sem gerðar hafa verið um "hamingjustig" almennings í Bandaríkjunum.
Í könnun sem gerð var árið 2004 (að vísu hefur margt breyst síðan þá) voru íhaldssamir (conservative) einstaklingar tvisvar sinnum líklegri en frjálslyndir til þess að svara því að þeir voru "mjög ánægðir" með lif sitt. Af þessu væri hugsanlega hægt að draga þá ályktun að hamingja íhaldsamra væri í beinu sambandi við uppgang Bush stjórnarinnar á þeim tíma, en rannsóknir hafa sýnt að íhaldsamir Bandaríkjamenn hafa verið ánægðari með líf sitt en frjálslyndir undanfarin 35 ár (og hefur efnahagsleg staða einstaklinganna engin áhrif). Brooks telur að aðallega séu þrjár skýringar á bak við þetta. Þær eru: hjónaband, þátttaka í trúarathöfnum og barnseignir. Íhaldssamir einstaklingar eru tvisvar sinnum líklegri til þess að vera giftir, og tvisvar sinnum líklegri til þess að sækja kirkjur reglulega en frjálslyndir. Trúaðir einstaklingar í hjónabandi eru því mun líklegri en vantrúaðir einstaklingar sem ekki eru í hjónabandi til þess að vera sáttir við líf sitt. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að það sé jafn líklegt að ótrúaðir, frjálslyndir einstaklingar segjast vera "mjög ánægðir" með líf sitt en að segja að þeir séu "ekki ánægðir" við líf sitt. Hins vegar eru trúaðir íhaldsmenn tíu sinnum líklegri til þess að segja að þeir séu "mjög ánægðir" með líf sitt en að segja að þeir séu "ekki ánægðir" með líf sitt.
En hvers vegna ætli að þetta sé svona? Brooks telur að munurinn á milli lífssýnar íhaldssamra og frjálslyndra hafi þar mikið um að segja. Stór hluti af lífssýn íhaldssamra einstaklingar í Bandaríkjunum er að ef þeir stundi vinnu sína vel og af dugnaði og ef þeir fylgi reglum samfélagsins, þá mun þeim vegna vel. Þessi lífssýn stuðlar að því að íhaldssamir eru mun bjartsýnni, því þeim finnst þeim hafa betri stjórn á framtíð sinni og umhverfi. Frjálslyndir er mun líklegri til þess að hafa svartsýnni sýn á umhverfi sýnu og framtíð, þar sem þeim finnst eins og það sé alltaf eitthvað sem ríkið getur gert betur til þess að aðstoða þeim að ná fram markmiðum sínum.
Ég ætla ekki að leggja mat á það hvernig þessi bók Brooks fellur að íslenskum aðstæðum, en skoðun mín er sú að einstaklingar eiga að hafa eins mikið frelsi og hægt sé til þess að ná fram vonum sínum og framtíðar markmiðum, án íhlutunar stjórnvalda.
Stjórnmál og samfélag | 6.4.2008 | 05:16 (breytt kl. 05:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2008 | 14:59 (breytt 6.4.2008 kl. 05:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur Putin með helstu ráðmönnum NATO ríkjanna markaði tímamót í sögu NATO og Rússlands, þar sem þetta var fyrsti NATO fundur Putin í sex ár. Putin kom með áhugaverða spurningu á fundinum þar sem hann spurði " á móti hverjum þurfa NATO ríkin að verjast"? Svarið við þeirri spurningu, þó að enginn hafi þorað að segja það í viðvist hans, er Rússland. Hræðsla við Rússa er klárlega ástæðan á bak við það að fyrrum ríki Sovíetríkjanna , svo sem Úkraína og Georgía, reyna eftir fremsta megni að komast inní NATO. Á undanförnum árum hafa fyrrum ríki Sovíet blokkarinnar verið helstu talsmenn stækkunar NATO í átt að svarta hafinu. (Eystrasaltsríkin (Eistaland, Lettland og Litháen), Slóvenía, Slóvakía, Búlgaría og Rúmenía öll sóttu um aðild árið 2002 og gengu formlega inní NATO árið 2004).
Það voru hins vegar ríki "gömlu" Evrópu sem settu fótinn fyrir dyrnar að Úkraína og Georgía gætu sótt um aðild, en ákvörðun var tekin að skoða inngöngumöguleika aftur á fundum NATO í desember á þessu ári (þó svo að þeim var gefið óformlegt loforð um að komast inní NATO einn daginn).
Þó svo að ríki NATO hafi lofað Rússum að halda sig frá landamærum þess við lok kalda stríðsins, þá hefur margt breyst síðan þá. Ef fullvalda ríki vilja sækja um aðild að alþjóðasamtökum ættu þau að hafa fullan rétt til þess, svo lengi sem þau uppfylla öll skilyrði við inngöngu, án þess að þurfa að ráðstafa sig við nágrannaríki sín. Það má í raun segja að bæði Putin og Úkraína/Georgía hafi fengið það sem þeir vildu úr þessum fundi. Putin fékk það fram að hvorug ríkin fengu aðgang að NATO í náinni framtíð, en til langs tíma litið fengu Georgía og Úkraína það sem þau vildu, með loforði um að að fá inngöngu "einn daginn".
Stjórnmál og samfélag | 5.4.2008 | 05:41 (breytt 6.4.2008 kl. 05:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 4.4.2008 | 21:48 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið hefur borið á þeim "ofsóknum" sem ýmsir fjölmiðlar og aðilar innan Háskólans hafa herjað gegn Hannesi Hólmsteini. En fyrr má nú aldeilis vera og get ég ekki setið lengur aðgerðarlaus og hlustað á þá orrahríð sem gengið hefur yfir fyrrum kennara minn . Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands á síðasta ári með BA-gráðu í Stjórnmálafræði. Þeir áfangar sem kenndir voru af Hannesi voru án efa skemmtilegustu áfangarnir sem ég tók meðan á námi mínu stóð. Ár eftir ár var hann valinn skemmtilegasti/besti kennarinn í Stjórnmálafræðiskorinni og ekki að ástæðulausu. Óháð því hvort menn voru sammála honum eða ekki, bar hann virðingu fyrir skoðunum annarra og þótti ekkert skemmtilegra en að skeggræða við menn um málefni líðandi stundar. Hvað Laxnes málið varðar, þá kom það fram í Kastljósinu í gær að hann viðurkenndi að mistök hefðu átt sér stað við gerð fyrsta bindisins og ætlaði hann að bæta þau mistök með því að gefa það út aftur. Það geta allir gert mistök og er Hannes engin undantekning á þeirri reglu. Mér fynnst því að menn ættu aðeins að slaka á og leyfa manninum að halda áfram með líf sitt.
Stjórnmál og samfélag | 4.4.2008 | 18:51 (breytt 5.4.2008 kl. 06:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)