Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, hélt fyrirlestur í Háskólabíó fyrir skemmstu um áhrif hlýnun jarðar. Ég sá myndina "Inconvenient Truth" (sem glærusýning hans er enn byggð á) fyrir nokkrum árum, ásamt því að hafa sótt fyrirlestur þar sem hann tók við David Attenborough verðlaununum þegar ég var við nám í Santa Barbara háskólanum í Kaliforníufylki. Það sem margir gera sér hins vegar ekki grein fyrir, er að á síðasta ári féll dómur í Bretlandi þar sem bent var á að ýmis atriði í mynd Gore væru ekki studd af alþjóðasamfélagi vísindamanna. Ástæðan fyrir dómnum var sú, að breskir grunnskólar vildu nota myndina sem hluta af námsskrá sinni. Dómarinn Burton, úrskurðaði að þeir skólar sem vildu sýna myndina, yrðu einnig að notast við bækling sem sýndi fram á að aðrar hugsanlegar skýringar gætu legið á bak við hlýnun jarðar en þær sem Gore tilgreinir, og að kennarar yrðu að benda nemendum sínum á þá þætti myndarinnar sem ekki áttu við rök að styðjast. Það voru alls 9 atriði í myndinni sem annað hvort áttu ekki við rök að styðjast eða eru ekki samþykkt af meirihluta vísindamanna.
Þessir 9 atriði eru:
1. Gore staðhæfir að hækkun sjávarmáls um allt að 6 metra gæti gerst í náinni framtíð vegna þeirrar hröðunar sem hefur átt sér stað á undanförnum árum vegna bráðnunar jökla. Staðreyndin er hins vegar sú, að í versta falli (ef ekkert yrði að gert) þá myndi hækkun sjávarmáls um 6 metra gerast í fyrsta lagi á næstu öld.
2. Gore bendir á í ræðu sinnu að allur snjór sé nær farinn af toppi Kilimanjaro og telur að það séu skýr merki um afleiðingar af hlýnun jarðar. Þessi staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast þar sem meirihluti vísindamanna eru ekki sammála Gore um að svo sé, og telja þeir að líklegri skýring sé snjórinn sé farinn vegna þess að regnmagnið á Kilimanjaro fjallinu hefur minnkað mikið.
3. Al Gore segir í myndinni að á undanförnum árum hafa vísindamenn í auknu mæli tekið eftir því að ísbirnir hafi verið að drukkna útá hafsjó (jafnvel eftir að hafa synt 100km í leit að ísjökum) og tengir það hlýnun jarðar. Dómarinn komst hins vegar að því að samkvæmt vísindamönnum beggja vegna umræðunnar þá hafa aðeins fundist 4 ísbirnir sem hafa drukknað og í öllum þeim tilfellum var talið að þeir hafi drukknað eftir að hafa lent í stormi.
4. Al Gore heldur því fram að eyja klasar í Kyrrahafinu hafi sokkið vegna hækkunar sjávarmáls, en engar staðreyndir eru til sem sýna fram á tengsl þar á milli.
5. Gore heldur því fram að ef ekkert verður gert til að sporna við hlýnun jarðar þá mun Golf straumurinn hætta að streyma til Atlandshafsins. Þessi staðhæfing er í beinni andstöðu við niðurstöður milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem telur að það sé afar ólíklegt að það geti gerst.
6. Al Gore heldur því einnig fram að það sé bein tenging á milli hvirfilbylsins Katrínu og hlýnun jarðar, en engar sannanir eru til staðar um tengsl þar á milli.
7. Þornun Tsjad vatnsins (sem skiptist á milli landanna Tsjad, Kamerún, Níger og Nígeríu) telur Al Gore að um sé að kenna hlýnun jarðar en líklegra er að aðrir þættir svo sem ofnotkun vatnsauðlinda í Tsjad vatninu vegna aukins mannfjölda, auk staðbundinna breytinga sé frekar um að kenna.
8. Breytingar á kóral rifum (coral bleaching) telur Gore að um sé að kenna hlýnun jarðar, en engar staðreyndir hafa komið fram um bein tengsl þar á milli.
9. Dómarinn efaðist einnig um notkun Gore á grafi, sem spannaði 650.000 ár, sem sýndi fram á fylgni milli hækkandi hitastigs jarðar og aukins magns koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu.
Dómarinn var hins vegar sammála Gore um meginatriði myndar hans, þ.e að breytingar í loftslagi jarðar væru aðallega vegna áhrifa mannsins á umhverfi sitt og þá sér í lagi vegna aukins útblásturs koldíoxíðs (CO2), metans gas og nitró gas (sem eru helstu orsakavaldar gróðurhúsaloftegunda). Dómarinn sagði einnig að öll gögn virtust benda til þess að hitastig jarðar væri að aukast, og væru allar líkur væru á því að hitastigið jarðar myndi aukast enn meir á næstu árum ef ekkert yrði að gert.
Að lokum langar mig að koma því fram að persónulega tel ég að við höfum áhrif á umhverfi okkar (í hversu miklu mæli er ég hins vegar ekki viss um). Frá árinu 1950 til dagsins í dag hefur fólksfjölgun heimsins farið frá því að vera um 2.5 milljarðar manna í að vera um 6.6 milljarðar manna. Á einungis 60 árum hefur mannkyninu því fjölgað um nær þrefalt og finnst mér erfitt að trúa því að þessi gífurlega aukning (og samhliða aukning á notkun orkugjafa) komi ekki til með að hafa einhver áhrif á umhverfi okkar. Því fyrr sem við tökum höndum saman til þess að lágmarka losun CO2 í andrúmsloftið, því betra verður fyrir næstu kynslóðir af taka við þeirri arfleifð sem við skiljum við.
Hægt er að nálgast frekari umfjöllun um málið á vef Times Online og BBC
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.4.2008 | 03:38 (breytt kl. 08:42) | Facebook
Athugasemdir
HÆ, alltaf gaman að lesa bloggið þitt!!!! Mjög góð færsla
KÆR kveðja,
Fredzen
Fredzen (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:03
Sæll Styrmir.
Fróðleg færsla. Blessaður karlinn virðist bara bulla og bulla miðað við rökin þín í restina í 9 liðum.
Gangi þér vel með námið.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:56
Sæll félagi.. Mjög athyglisverð grein hjá þér.. Ég hef ekki séð myndina og ætla ekki að sjá hana.. Það er oft mjög óskýr tengsl á milli áróðurs- og heimildamynda.. Ég er hrifnari að síðast nefnda gerðinni.
Í þessu málefni þá er það eina sem vitum er hvað við vitum lítið. Því er skrítið að básúna eitthvað um hinn stóra sannleik. Þanngað til þá tek ég undir með næst síðustu málsgreininni hjá þér.
Ingi Björn Sigurðsson, 12.4.2008 kl. 09:37
Sæll og blessaður félagi.... Datt inná bloggið þitt fyrir tilviljun. Fróðlegar pælingar.
Gangi þér vel í USA
Eiríkur Már (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:47
Innlitskvitt og bið að heilsa litlu sætu fjölskyldunni þinni!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:52
Góð grein Styrmir, það var reyndar minnst á þennan dóm í fréttunum hér heima, og rætt við breta sem ég man nú ekki hvað heitir sem véfengdi kenningar Gore.
Kristinn Ásgrímsson, 14.4.2008 kl. 22:36
Styrmir !
Farðu nú að blogga aðeins meira vinur....
Nenni ekki að vera alltaf að tjékka á þessari síðu og alltaf er þessi Al Gore grein í gangi.... Be a man og farðu nú að blogga um fótbolta eða eikkvað....
Meistaradeildin á morgun og svona....
kv. þinn vinur og mágur
Emil
Emil Hallfreðs (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.