Þriggja stjörnu gistiklefi á Akureyri

Mér fannst athyglisvert að fylgjast með frétt sem var í kvöldfréttunum þar sem sýnt er frá nýju fangelsi sem opnað verður á næstu dögum á Akureyri.  Í hverju herbergi (fangaklefa) er plasma sjónvarp, sturta, klósett og nýtt rúm.  Sameiginlega hafa fangarnir aðgang að glænýju eldhúsi, íþróttaaðstöðu og setustofu þar sem meðal annars er hægt að horfa á enska boltann . Markmiðið er jú að skila betri mönnum útí samfélagið en spurning er hvort aðgangur að enska boltanum sé skilyrði fyrir betrumbætingu? Ég segi nú bara að ef menn eru leiðinni til Akureyrar og vilja komast í þriggja stjörnu gistirými er ekkert annað að gera en að brjóta nokkur lög, og vona að leikir séu í gangi í Enska boltanum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband